Hafðu Samband

Mosavegur,112 Reykjavik, Ísland​

Sími:

Vilhjálmur: 6955844 

Jón Bald: 8572632​

Hel.itr.ehf@gmail.com

Íþróttafélagið

HEL

hel

Hvað er Hel ?

Hel er óhefðbundið íþróttafélag sem stuðlar að fjölbreytni, uppbyggingu sjáfstrausts og myndun vinskapar. Hugmyndin að Hel kom upp þegar við gerðum rannsókn á því hvers vegna krakkar hætta í íþróttum. Við rannsóknina tókum við eftir því að flestir krakkar eru að flosna upp úr íþróttum sínum á aldrinum 11-16 ára. Þar sem við höfum allir verið í íþróttum og sumir okkar eru enn að æfa sem og að þjálfa fannst okkur sniðug hugmynd að gera verkefni til að snúa þessari þróun við, og þar kemur Hel sterkt inn. Hel er íþróttafélag sem er með opnar æfingar fyrir alla sem vilja mæta. Íþróttirnar sem við einblínum á eru körfubolti, handbolti og fótbolti. Við tókum þá ákvörðun að hafa keppnir ekki sem aðalatriði né að skipta niður eftir getu. Heldur fremur að fókusa á liðsheild og skemmtun. Þjálfarar hjá Hel hafa reynslu í einhverri af þessum þremur íþróttgreinum, þar sem við viljum gefa iðkendum okkar tækifæri til þess að öðlast betri hæfni í sinni íþrótt og einnig til þess að agi sé enn til staðar.

 

InstaGram

 
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now