top of page

um okkur

bitmap.png

Villhjálmur Árni

Ég heiti Vilhjálmur Árni Þráinsson og er uppalinn í Grafarvogi. Ég hef æft fjölmargar íþróttir en alltaf haldið mig við körfubolta og fótbolta. Nú hef ég ekki verið að æfa íþróttir síðan ég hætti í körfubolta þegar ég var í 9. bekk. Ástæðan fyrir því að ég hætti að æfa eftir að hafa verið að spila með A flokk og jafnvel upp fyrir mig var vegna þess að mikið var um þjálfaraskipti hjá félaginu sem ég æfði hjá. Hreyfing hefur alltaf verið mikilvæg hjá mér og þótt ég hafi hætt í hefðbundnum íþróttum hef ég verið í ræktinni eða keppt í „bumbubolta“ með vinum. Ég hef enn gríðarlegan áhuga á fótbolta og körfubolta og þess vegna er ég ánægður með það að vinna í verkefni eins og Hel.

Haraldur Einar

Ég heiti Haraldur Einar Ásgrímsson og er 19 ára gamall. Ég ólst upp á Álftanesi en bý núna í Grafarholti. Helsta áhugamál mitt er fótbolti en einnig hef ég gaman af flestum öðrum íþróttum. Ég byrjaði að æfa fótbolta fimm ára gamall með Álftanesi en núna spila ég með meistaraflokki hjá Knattspyrnufélaginu Fram. Hreyfing er stór partur af mínu lífi og tel ég nauðsynlegt að hver og einn finni sér eitthvað sem hentar honum. Verkefnið Hel tel ég vera frábær kostur fyrir einstaklinga sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttafélögum á Íslandi.

Jón Bald

Ég heiti Jón Bald Freysson, er 19 ára og kem úr Grafarvogi. Ég hef æft handbolta í 12 ár hjá Fjölni og er enn að. Einnig hef ég æft aðrar íþróttagreinar, þar má nefna meðal annars fótbolta, körfubolta, frjálsar og margt fleira. Í dag þjálfa ég einnig hjá uppeldisfélagi mínu og er að þjálfa stráka í 4. og 5. flokki sem eru á aldrinum 12-16 ára. Íþróttaafreks saga mín er löng og mér finnst skipulögð hreyfing mjög mikilvæg. Ég hef verið í yngri landsliðum HSÍ frá 14 ára aldri og stærsta afrek mitt er að lenda í öðru sæti á evrópumeistaramóti landsliða yngri en 18 ára og síðan í áttunda sæti á heimsmeistaramóti yngri en 20. Hel er starfemi sem mér finnst mjög mikilvæg þar sem ég tek vel eftir brottfalli hjá krökkum á aldrinum 11-16 ára í þeim hópum sem ég hef verið að þjálfa.

bottom of page