top of page

Rannsókn

vitnun í ritgerð, fréttir og skoðunarkönnun sem við framkvæmdum

Rannsókn

Könnunin Okkar

Hreyfing í barnæsku stuðlar að líkamlegri, félagslegri og sálfræðilegri þróun. Hreyfing er góð fyrir félagslega færni hjá börnum og eykur sjálfsálit og trú á eigin getu. Skipulögð hreyfing getur aukið styrkleika barna og þau öðlast betri hreyfifærni. Hreyfing af einhverju tagi minnkar líkurnar á ýmsum langvinnum sjúkdómum. Rannsókn sýnir að börn sem taka þátt í íþróttum eru með betri félagsfærni samanborið við börn sem gera það ekki.

Textinn um könnunina: Í skoðakönnun sem við framkvæmdum svöruðu 120 manns og var útkoman mjög sannfærandi um að fólki finnst hreyfing mikilvæg og að talsverður meirihluti þeirra hafa áhuga á starfsemi líkt og Hel bíður upp á. Meirihluti svarenda sögðust fara í ræktina en væru ekki að stunda hefðbunda íþrótt en um 80% þeirra höfðu á einhverum tíma æft íþróttir. Aldursdreifing svarenda var nokkuð mikil en 3,3% voru undir 18 ára en 16,7% 55 ára og eldri. Fjölmennasti hópurinn var fólk á aldrinum 46-55 ára en sá hópur var 24,2% svarenda. Konur voru í meirihluta svarenda eða um 64%.

Fréttir

Fréttir sem við tókum og rannsökuðum komu báðar frá vísir.is. Flestar af þeim voru frá árinu 2014 en lítið hefur verið fjallað um brottfall krakka úr íþróttum upp á síðkastið. Í fréttunum á vísir.is um brottfall úr íþróttum fannst okkur áhugaverðast hvernig bent er á að íþróttir séu góð leið til forvarnar þannig að barn leiðist ekki út í óæskilega hluti. Talað var um hvernig pressa myndast um það vera bestur í íþrótt sinni, sem leiðir til minnkandi sjálfstrausts og þar að leiðandi minni áhuga á íþrótt. Önnur fréttin var frá Grindavík en þar er vitnað í það að krakkarnir eru farnir að sækja í fleiri greinar og að foreldrar séu ánægðir með þá þróun. Þar er einnig talað um hversu mikilvægur stuðningur foreldra í raun og veru er.

bottom of page